Neyðarbrautin

Hvernig getur Dagur B.Eggertsson hafa samþykkt það að loka neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli fyrir Valsmenn þar sem hann er læknislærður og hefur væntanlega svarið læknaeiðinn sem kveður á um m.a. að bjarga mannslífum af fremsta megni þvert á móti er verið að stofna mannslífum í stórkostlega hættu eins og allir vita. Hreint óskyljanlegt. 


mbl.is Neyðarbraut eða ekki, þar er efinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi lítið notaða stutta aukabraut, sem framsóknarmenn og flugvallarvinir skýrðu neyðarbraut í kosningabaráttu, hefur engum mannslífum bjargað og lokun hennar stofnar ekki mannslífum í hættu. Fólk sem flutt er með sjúkraflugi í flugvél kemur frá öðrum sjúkrahúsum og er í stöðugu ástandi. Oft búið að ferðast langa vegalengd í sjúkrabíl áður en lagt er í flugið. Væri um mannslíf að tefla væri nær að opna aftur þá flugvelli sem ekki eru lengur starfræktir og næst standa sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Umferðaslys í Húnavatnssýslum lendir á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Og þó þar sé flugvöllur er sjúklingum sem þurfa frekari aðhlynningu ekið til Akureyrar í flug. Og þannig er það víðar.

Jós.T. (IP-tala skráð) 11.11.2016 kl. 13:42

2 identicon

Jós T. Ef þú myndir kynna þér málin aðeins einsog t.d. að lesa grein AD 2.20.1 í Flugmálahandbók sem gefin er út af Samgöngustofu stendur þar á prenti af hverju brautin er kölluð þetta, það kemur nú Framsókn og flugvallarvinum ekki meira við en það. Þar stendur líka af hverju hún er lítið notuð. Þú getur einfaldlega ekki fullyrt svona án þess að vita nokkuð um málið sem þú greinilega gerir ekki.

Það eru ekki alltaf sjúklingar í stöðugu ástandi og eru oft í hæsta forgangi. Í slæmum veðrum hér á veturna færu flug t.d. síður af stað í stífri suðaustanátt ef ekki nyti við þessarar brautar, þegar það er á mörkum þess að hægt sé að lenda á öðrum brautum. Og það mun gerast í vetur og þar af leiðandi komast sjúklingar hugsanlega ekki strax til Reykjavíkur. Það eitt getur jú stofnað lífum í hættu

Davíð (IP-tala skráð) 12.11.2016 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Valgarður Bjarnason

Höfundur

Sigurður Valgarður Bjarnason
Sigurður Valgarður Bjarnason
Starfandi Prentráðgjafi

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband