6.12.2008 | 12:01
Forkastanleg vinnubrögð.
Ég er algerlega sammál Björgvin með að Bankamálaráðherra hefði átt að koma fyrr að málum Glitnis og miklu fyrr að bankamálunum yfirleitt. Er það ekki eitt af vandamálunum hversu lítið nánast ekkert samband er á milli ráðherra og stofnana eins og Seðlabankans?. Að það skuli líða margir mánuðir á milli þess að þessir aðilar hittist. Það er orðið deginum ljósara að það ríkir ekki lengur traust á milli Seðlabanka og ríkisstjórnar og sama er hægt að segja um traust fólkins í landinu ganvart Seðlabankanum. Tiltektin hjá ríkisstjórninni hlítur að byrja á stjórn Seðlabanka og síðan setja sér það markmið að mestu þrifinn verði afstaðin að vori, þá fari fram kosningar þar sem aðstandendur munu uppskera laun sín eins og til var sáð.
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Valgarður Bjarnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleymdu því ekki að formaður Samfylkingarinnar sat líka ásamt Geir, frá því é febrúar og fram á sumar heila sex krísufundi með bankastjórn Seðlabankanns þar sem farið var yfir gríðarlega alvarlega stöðu viðskiptabankanna.
En öllum þessum fundum og grafalvarlegu efni þeirra hélt hún algerlega leyndu fyrir samráðherra sínum og fagráðherra banka- og viðskiptamála í landinu.
Fyrir þetta fádæma aðgerðarleysi, pukur og leynd ætti hún að vera krýnd Pukurs- og leyndanmálaráðherra Ríkisstjórnarinnar svona rétt áður en hún auðvitað segði af sér.
Var það ekki hún sem eitt sinn talaði svo fjálglega fyrir þessum svokölluðu "SAMRÆÐUSTJÓRNMÁLUM" sem áttu að koma í stað svona stjórnarhátta !
Svo hrokast hún bara um með Geir og heimtar að þjóðin fylki sér að baki þeim.
Og Björgvin greyið, þessi luðra apar nú þetta gaspur upp eftir þeim eins og PÁFAGAUKUR í búri !
Nei hvorki hrokagikkir né páfagaukar segja af sér, því miður !
Sjá ekki allir orðið í gegnum þetta algerlega vonlausa hyski í Samfylkingunni !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.